Þjónusta

Lyklasmíði

Lykillausnir eru sérfræðingar Véla og Verkfæra í lykla- og lásasmíði og bjóða upp á að smíða flest sem íslenskur markaður hefur upp á að bjóða. Fyrirtækið er dreifingaraðili flestra sterkustu framleiðenda lása og lykla í heiminum eins og Assa Abloy, Abloy, Master Lock, Abus, Yale og MultiLock.

Lásasmiðirnir okkar hafa tuga ára reynslu í lása og sylindrasmíði.

Almennir lyklar
Verslun okkar býður upp á smíði á allflestum lyklum sem eru í umferð hér á landi og því um að gera að koma við hjá okkur ef nýja lykla vantar. 

Höfuðlyklakerfi
Lykillausnir bjóða upp á smíði á höfuðlyklakerfum sem henta einstaklega vel fyrir húsfélög sem og fyrirtæki þar sem hver lykill þarf að ganga að fleiri en einni hurð.

Aðgangskerfi
Á síðastliðnum árum hafa rafræn aðgangskerfi orðið algengari í fyrirtækjum og húsfélögum til að auka þægindi og rekjanleika. Í Lykillausnum er hægt að forrita aðgangspillur sem tilheyra aðgangskerfum sem búin hafa verið til af sérfræðingum Véla og verkfæra.

Hafðu endilega samband ef við getum aðstoðað

Póstfang: lykillausnir@vv.is
Sími: 533-2900
Verslun: Skútuvogur 1e, 104 Reykjavík

Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl. 08:00 – 17:00