Vélar og verkfæri ehf. er heild- og sérverslun með hurða- og gluggabúnað, öryggisbúnað, baðherbergisvörur og verkfæri. Fyrirtækið hefur verið í rekstri í yfir 100 ár og þjónustar flest stærri fyrirtæki í byggingageiranum, iðnaðarmenn og einstaklinga.

Vélar & Verkfæri starfrækir 3 vefverslanir

Hönnunarlausnir

Mikið úrval af fallegum og vönduðum hönnunarvörum fyrir heimili og fyrirtæki, meðal annars húnar hannaðir af Arne Jacobsen.

Lykillausnir

Öflugt lásaverkstæði og verslun með hurða- og gluggabúnað. Bjóðum allt frá einstaka stormjárni upp í rafstýrð aðgangskerfi fyrir stærstu byggingar landsins.

Verkfæralausnir

Þjónum jafnt fagmönnum sem leikmönnum. Eingöngu vönduð og endingargóð verkfæri sem henta þeim sem gera miklar kröfur.

Við leggjum ríka áherslu á að bjóða eingöngu upp á traustar gæðavörur og þar skipta góðir birgjar höfuðmáli. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar allt frá stofnun árið 1919.