Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu af að ráðleggja einstaklingum og fyrirtækjum um allt er viðkemur öryggisvörum og öryggiskerfum.

Við erum með gott úrval af þjófavarnar- og myndavélakerfum, eldvarnarvörum og verðmætahirslum.

Barnaöryggi

Ýmsar öryggisvarnir fyrir börn sem hægt er að nota á hurðir meðal annars í leikskólum og grunnskólum. Fingurvörn frá vörumerkjum Athmer, Ellen og Planet.

Eldvarnir og slökkvitæki

Afleiðingar bruna eru alvarlegar og óafturkræfar. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og gera ráðstafanir til að lágmarka skaðann. Vélar og verkfæri hafa áralanga reynslu í sölu á búnaði fyrir flóttaleiðir, reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi.

Næturljós

Falleg næturljós frá Varta fyrir börnin.

Sjúkra- og lyfjaskápar

Sjúkra- og lyfjaskápar á vegg frá Joma, Masunt og Bobrick. Hægt að fá skápana með lyklalás eða talnaborði.

Strekkibönd og festingar

Ýmsar gerðir og stærðir af strekkiböndum og teygjuböndum frá Master Lock. 

Stuðningsvörur

Hverskyns búnaður og hjálpartæki til stuðnings fólki með skerta hreyfigetu, til dæmis handföng, sæti og slár til að styðjast við. Glæsileg hönnun sem gleður augað og nærir sálina, meðal annars frá  Cavera, Fina og d line. 

Uppgjörsskápar

Rammgerðir og sterkir uppgjörsskápar frá HABECO. Fást í mismunandi stærðum.

Verðmætabox

Ýmsar gerðir af verðmætaboxum. Verðmætaboxin frá Master Lock henta vel fyrir ferðalög

Verðmætaskápar

Rammgerðir og sterkir verðmætaskápar í úrvali. Fást í öllum stærðum og gerðum, bæði fyrir heimili og fyrirtæki.

Þjófavarnir

Mikilvægur búnaður til að setja upp þjófavarnir á þínu heimili eða fyrirtæki. Við erum með þjófavarnarkefi, myndavélar bæði inni sem úti og skynjara meðal annars frá Olympia, STI Safety og Yale.

Pantanir eru sóttar á lager okkar við Skútuvog 1c ef ekki er valin heimsending með Póstinum.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við sölumann í síma 550-8500 eða í gegnum tölvupóst [email protected]