Vélar og verkfæri ehf. er heild- og sérverslun með hurða- og gluggabúnað, öryggisbúnað, baðherbergisvörur og verkfæri. Fyrirtækið hefur verið í rekstri í yfir 100 ár og þjónustar flest stærri fyrirtæki í byggingageiranum, iðnaðarmenn og einstaklinga.
Vélar & Verkfæri starfrækir 3 vefverslanir
Hönnunarlausnir
Lykillausnir
Verkfæralausnir
Við leggjum ríka áherslu á að bjóða eingöngu upp á traustar gæðavörur og þar skipta góðir birgjar höfuðmáli. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar allt frá stofnun árið 1919.

Opnunartímar yfir hátíðarnar
Við óskum samstarfsaðilum, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu.

Nýjung hjá Lykillausnum „TESLA SNJALLVÖRUR“
Skoðaðu úrvalið í verslun okkar við Skútuvog 1e eða í vefverslun. Tesla snjallvörur byggir á 70 ára sögu vörumerkisins og kemur frá Mið Evrópu.

Vélar og Verkfæri verða á stórsýningunni Verk og vit
Vélar og Verkfæri ehf taka þátt í stórsýningunni Verk og vit sem fer fram dagana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Verk og vit er frábær vettvangur til að sjá allt það nýjasta í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum og kynna sér spennandi vörur og þjónustu.