Hönnunarvörur

Við bjóðum fallegar og vandaðar hönnunarvörur fyrir heimili og fyrirtæki frá þekktum framleiðendum og hönnuðum, meðal annars hurðahandföng frá Arne Jacobsen og Wagenfeld borðlampann frá Tecnolumen.

Baðherbergisvörur

Ásýnd baðherbergja og salerna getur skipt sköpum þegar kemur að heildaryfirbragði bæði heimila og fyrirtækja. Við erum með fjölbreytt úrval vel hannaðra aukahluta fyrir baðherbergi, þar sem útlit og notagildi fara vel saman, meðal annars frá FROST, d line, Randi, Bobrick, PROOX, Normbau, HEWI og World Dryer.

Fataskipulag

Mikið úrval af fatastöndum, fataslám, herðatrjám, skóhillum og snögum meðal annars frá FROST, RANDI, Beslagsboden, d line og Normbau.

Heimilið

Margir fallegir hlutir fyrir heimilið meðal annars ruslafötur frá FROST, snyrtispeglar og baðvogir. Mikið úrval af skápahöldum meðal annars frá d line, Didheya, Estamp og Frost.

Lampar

Glæsilegir lampar frá Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi sem lýsa upp tilveruna. Hönnun sem hefur markað spor í evrópska hönnunarsögu og staðist tímans tönn. Borðlampar frá meðal annars Tecnolumen og Midgard.

Hurðabúnaður

Fjölbreytt úrval af hurðarhandföngum  meðal annars frá dline, Arne JACOBSEN, FROST og Randi.

Pantanir eru sóttar á lager okkar við Skútuvog 1c ef ekki er valin heimsending með Póstinum.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við sölumann í síma 550-8500 eða í gegnum tölvupóst [email protected]