Hurðabúnaður
Vélar og verkfæri er einn stærsti innflytjandi landsins á öllu sem viðkemur hurðabúnaði. Hjá okkur færðu allt fyrir hurðir og hurðabúnað, nema hurðina sjálfa, svo sem handföng, lamir, hurðapumpur og raflása.
Meðal annars erum við með traustar vörur frá Assa, svo sem hurðaskrár, sýlindra, handföng og fleira. Einnig hurðapumpur frá Dorma, bæði rafknúnar og venjulegar.
Bréfalúgur
Hágæða og endingargóðar bréfalúgur af ýmsum gerðum og stærðum. Meðal annars frá vörumerkjum: Ellen, Joma, Norden, Normbau, Randi, Sibes og Yale.
Felliþröskuldar
Felliþröskuldar í ýmsum stærðum og gerðum, frá meðal annars Athmer og Ellen. Einangra fyrir vatni, ryki og hljóði, auk þess að auka eldvarnaröryggi.
Griphöldur
Úrval af griphöldum í mismunandi stærðum og gerðum. Griphöldur fyrir rennihurðir meðal annars frá Assa Abloy, Didheya, Dorma og Normbau.
Hengilásar
Fjölbreytt úrval af hengilásum allar gerðir og stærðir, meðal annars frá ABUS, Anchor, Federal, Magnum, Master Lock og Yale.
Hurðalamir
Úrval af lömum fyrir allar gerðir og stærðir hurða. Við erum einnig með einstakar lamir frá Tectus og Assa Abloy sem falla inn í dyrakarminn og hurðina sjálfa og sjást því ekki að utanverðu.
Hurðarhúnar
Ótrúlegt úrval hurðarhúna sem eru hannaðir af mörgum þekktustu arktitektum heims. Sumir voru hannaðir fyrir mörgum áratugum, aðrir eru splunkunýjir. Húnar meðal annars frá Assa, Arne Jacobsen, d line, Fina, Frost, Normbau og Olivari.
Hurðarlæsingar WC
Fjölbreytt úrval af hurðarlæsingum fyrir WC, meðal annars frá Arne Jacobsen, Frost, Beslag Design, d line og Habo.
Mikið úrval af húsnúmerum, meðal annars frá vörumerkjunum Heibi, Marcal og Serafini.
Hurðapumpur
Hurðapumpur auðvelda aðgang á einfaldan og hljóðlátan hátt. Við erum bæði með rafknúnar og venjulegar hurðapumpur meðal annars frá Abloy, Assa Abloy, Axa, Brano og Dorma.
Hurðastopparar og hurðahaldarar
Hurðastopparar og hurðahaldarar í ýmsum útfærslum frá þekktum vörumerkjum eins og AXA, Assa, Randi, d line, FROST og Artikel.
Láshús og slúttjárn
Fyrsta flokks skrár og láshús frá Assa Abloy, Ces, Dorma, Fix, Fuhr JNF, KFV og SSF.
Neyðarútgangsslár
Búnaður fyrir neyðarútganga sem uppfylla EN1125 staðla. Hentar fyrir stærri rými, svo sem leikhús, verslanamiðstöðvar, skóla, sjúkrahús og íþróttahús.
Póstkassar
Póstkassar af ýmsum gerðum og stærðum, meðal annars frá Joma, Knobloch, Normbau og Renz.
Rennihurðabrautir
Rennihurðabrautir frá leiðandi framleiðendum sem hægt er að nota fyrir skilrúm, hurðir og skápahurðir inni á heimilum og í fyrirtækjum, eða fyrir þungar og stórar iðnaðarhurðir.
Sylinder
Mikil úrval af sýlindrum, meðal annars frá Assa, Mauer, Ces, Tesa og Abus.
Þéttilistar
Þéttilistar í mörgum gerðum og stærðum, einnig fyrir bílskúrshurðina frá Ellen og Axa.
Pantanir eru sóttar á lager okkar við Skútuvog 1c ef ekki er valin heimsending með Póstinum.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við sölumann í síma 550-8500 eða í gegnum tölvupóst [email protected]