Vinningshafi í leik okkar á Verk og vit

Í gær kom kona sem tók þátt í leiknum okkar á Verk og vit og náði að opna verðmætaskápinn hjá okkur í Lykillausnir. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða Yale Linus snjalllæsing.

Í dag 24. apríl er síðasti dagurinn sem hægt verður að opna verðmætaskápinn með kóða frá Verk og vit. Við hvetjum alla sem eru með miða til að koma og prófa. Hafsteinn og félagar taka vel á móti ykkur!

DEILA: