Vélar og Verkfæri verða á stórsýningunni Verk og vit


Vélar og Verkfæri ehf taka þátt í stórsýningunni Verk og vit sem fer fram dagana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Verk og vit er frábær vettvangur til að sjá allt það nýjasta í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum og kynna sér spennandi vörur og þjónustu.

Sýningargestum gefst tækifæri til að kynna sér þjónustu og vöruúrval Véla og Verkfæra ehf. Við hlökkum til að sjá þig!

Í bás Véla og verkfæra á tæknisýningunni Verk og vit í Laugardalshöll er sýndur ASSA ABLOY flóttaleiðabúnaður. Sérfræðingar frá ASSA ABLOY Opening Solutions og ABLOY halda fræðsluerindi um þennan búnað á föstudeginum 19. apríl kl. 11 og kl. 14, nánar hér. Fyrirlestrarnir verða haldnir í sal 4 á 2. hæð. Farið verður yfir hvað þarf að hafa í huga við hönnun á flóttaleiðum og sérfræðingar svara spurningum og hugleiðingum um efnið. Þeir verða jafnframt til taks í bás Véla og Verkfæra á sýningunni.

Í tilefni Verk og vit verða valdar vörur í vefverslunum Véla og Verkfæra á kynningartilboði. Nánari upplýsingar koma inn á næstunni.

DEILA: