Vörulýsing
Knud Holscher er þekktur fyrir einstakan skilning á tækni og hæfileika til að vinna með verkfræðingum að vöruþróun. Hann lýsti því raunar sjálfur svona: „Hönnun er leikfimi fyrir hugann og er listrænt átak til að skapa hluti til hversdagsnota, hluti sem eru auðveldir í notkun og gefandi fyrir notandann, hvort sem um er að ræða tölvu eða skóhorn.“
Úr grein eftir Knud Holscher sem birtist í Morgunblaðinu 9. apríl 1988. Þýtt af Finni P. Fróðasyni.
Hurðarhúnarnir og baðherbergisvörurnar frá d line eru frábær dæmi um hönnun á hlutum sem notaðir eru daglega og hvergi gefið eftir í útliti og efnisvali. Fagurfræði í fullkominni sátt við notagildi, glæsileg hönnun sem er óaðskiljanlegur hluti hversdagsins. d line fæst hjá Vélum og verkfærum.