YALE Snjalllás Linus f.Þýskar læsingar ÁN BRÚAR WIFI

55.800 kr. m vsk

Yale Linus snjalllás tæknivæðir heimilið þitt.

Til á lager

Vörunúmer: 1051759 Vöruflokkar , , , , Tags: ,

Vörulýsing

Yale Linus er frábær lausn fyrir þá sem vilja bæði getað notað lykil og snjalllæsingu til að opna hurðina að heimili sínu. Lásinn er hannaður fyrir íbúðir og er festur á þá hurð sem fyrir er. Þar sem Linus lásinn er staðsettur á hurðinni innanverðri getur maður enn notað gamla lykilinn sinn ef maður vill til að komast inn. Lásinn talar við snjallsímann þinn í gegnum Bluetooth.

Yale Linus snjalllás er öruggur og auðveldur í uppsetningu. Doorsense™ tæknin lætur þig vita ef gleymist að loka hurðinni. Red Dot’s winner 2020 Security System and Smart Products categories

 Meðal þess sem auðvelt er að gera með Yale Linus snjalllásnum er:

  • Sjálfvirk læsing: Sé læsingin stillt á sjálfvirka læsingu þá mun hurðin alltaf læsast sjálfkrafa þegar þú yfirgefur heimilið. Ef sjálfvirk aflæsing er virkjuð mun læsingin opna sjálfkrafa þegar þú kemur aftur heim.
  • Sé Yale Linus snjalllásinn tengdur við WiFi brú er hægt að stýra aðgengi gesta: Hægt er að veita fólki sem þú treystir varanlegan eða tímastilltan aðgang að læsingunni. Læsingin skráir líka hver fer um lásinn og hvenær og þú getur nálgast upplýsingarnar í Yale Home appinu.
  • Einföld uppsetning: Uppsetningin á læsingunni er einstaklega einföld og krefst engra aðgerða á hurðinni. Hægt er að nota handföng, láshús og sylindra áfram.
  • Hluti af Yale vistblóminu: Yale Linus er hluti af Yale vistblóminu sem er vörulína af snjallvörum sem hægt er að stjórna í Yale Home appinu.

Eiginleikar vöru:

  • Engin þörf á að leggja rafmagn í hurðina
  • Notar 4 x AA rafhlöður
  • Samskiptatækni: Bluetooth
  • Tengist netinu gegnum Yale Connect brúna (fylgir með)
  • Stærð: 58 mm, 58 mm, lengd 150 mm
  • Þyngd með rafhlöðum: 623g
  • Litur: Svartur
  • Fjarlægð læsingar frá Yale Connect brú ætti ekki að vera meiri en 3m

Mælt er með að kaupa brú með lásnum til að auka enn  á notkunarmöguleikana:

WiFi brú fyrir Yale Linus

Uppsetning á Yale Home búnaði

Vélar og verkfæri bjóða upp á uppsetningu á Yale Linus og
öðrum Yale Home búnaði. Grunngjald fyrir þessa þjónustu er 19.840 kr. með vsk.
Innifalið í því er 30 mínútna vinna á verkstað en eftir það er rukkað
tímagjald. Til að panta þessa þjónustu er best að senda tölvupóst á
[email protected]