Eldvarnarteppi 100x100cm

1.116 kr. m vsk

Eldvarnarteppið frá Fina hentar til notkunar á til dæmis heimilum, vinnustöðum, skólum og fleiri stöðum. Varan uppfyllir staðal BS EN 1869:1997 um eldvarnarteppi.

Til á lager

Vörunúmer: 1009839 Vöruflokkar , ,

Vörulýsing

Stærð: 100 x 100cm

Notkunarleiðbeiningar:
Leggið eldvarnateppi yfir opinn eld og þéttið að uns eldurinn hefur slokknað. Verjið hendur gegn hitanum eins og kostur er. Einnig má vefja eldvarnarteppinu um fólk sem hefur orðið eldi að bráð.Teppið er einnota, það er að segja að því þarf að henda eftir notkun.

Mælt er með því að hafa ætíð eldvarnarteppi til staðar í eldhúsum og sér í lagi nálægt eldavélum. Einnig er gott að endurnýja eldvarnarteppi á 7 ára fresti.