Um okkur
Vélar og verkfæri ehf., er heild- og sérverslun með hurða- og gluggabúnað, öryggisbúnað, baðherbergisvörur og verkfæri.
Fyrirtækið hefur verið í rekstri í yfir 100 ár og þjónustar flest stærri fyrirtæki í byggingageiranum, iðnaðarmenn og einstaklinga.
Vélar og verkfæri hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar allt frá stofnun árið 1919.
Opnunartími
Vélar og verkfæri er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-17:00.
Föstudaga er opið frá kl. 08:00-15:00.
Lykillausnir - Verkfæralausnir, Skútuvogi 1E, er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-17:00
Hafa samband
Starfsfólk okkar leitar allra leiða til að aðstoða viðskiptavini. Sendu okkur tölvupóst, skilaboð í gegnum samfélagsmiðla eða hafðu samband í gegnum síma.
[email protected] | 550-8500
KOMDU Í VIÐSKIPTI VIÐ VÉLAR & VERKFÆRI
Reikningsviðskipti
Vélar og Verkfæri ehf býður upp á reikningsviðskipti fyrir viðskiptavini sína. Til þess að sækja um reikningsviðskipti er nauðsynlegt að fylla út eftirfarandi umsókn og senda hana með tölvupósti á netfangið [email protected].
Bókhald áskilur sér a.m.k. 2 virka daga í að vinna umsóknir.
Skilyrði fyrir stofnun viðskiptareiknings eru almennt:
Viðkomandi fyrirtæki sé í áhættuflokki 1-4 skv. áhættumati Creditinfo. Fari fyrirtækið í CIP 5-10 eða viðkomandi aðilar lenda í alvarlegum vanskilum, er Vélum og verkfærum ehf., heimilt, án frekari fyrirvara, að breyta reikningnum í staðgreiðslureikning.
Að umsækjandi sé ekki á vanskilaskrá.
Óski umsækjandi eftir að úttektaraðilar á vegum fyrirtækisins verði skráðir skal senda nöfn og kennitölur þeirra á [email protected]
Vefverslanir
Sagan okkar
Verslunarrekstur, umboðs- og heildverslun var ekki sá starfsvettvangur sem stofnandinn, Guðmundur Jónsson, valdi sér sem ungur maður. Hann nam trésmíði og starfaði sem smiður í nokkur ár, meðal annars í Noregi. Í kjölfar vinnuslyss ákvað Guðmundur að reyna fyrir sér á nýjum vetfangi. Hann nýtti sér þau sambönd sem hann hafði komið sér upp í Noregi, auk þess sem hann ferðaðist töluvert um Norðurlöndin, Þýskaland og Bretland til að afla sér umboða og viðskiptasambanda.
Árið 1919 markaði tímamót hjá Guðmundi en þá hóf hann rekstur umboðs- og heildverslunar í eigin nafni og stofnsetti Verslunina Brynju við Laugaveg, sem löngu er orðin þjóðþekkt.
Guðmundur seldi Brynju árið 1937 og beindi kröftum sínum að umboðs- og heildsölu. Það var svo 1942 sem Guðmundur stofnaði hlutafélagið Vélar og verkfæri í félagi við son sinn og tengdasyni. Upphaflegt markmið fyrirtækisins var verksmiðjurekstur af einhverju tagi. Starfsemin var lítil sem engin fyrstu árin, einkanlega vegna ófriðar í heiminum. Ekkert varð úr verksmiðjurekstri en aftur á móti óx starfsemin á sviði umboðs- og heildverslunar jafnt og þétt. Guðmundur Jónsson ehf. og Vélar og verkfæri ehf. voru rekin sem systurfyrirtæki fram til ársins 2018 þegar GJ rann inn í Vélar og verkfæri.
Guðmundur Jónsson rak fyrirtækið allt til dauðadags, en þá tók Guðmundur S. Guðmundsson, sonur hans við því. Árið 1963 tók síðan Sveinn H. Björnsson, dóttursonur Guðmundar, við stöðu framkvæmdastjóra og stýrði fyrirtækinu næstu 50 árin, eða til ársins 2013.
Núverandi framkvæmdastjóri Véla og Verkfæra ehf er Björn V. Sveinsson, barnabarnabarn Guðmundar Jónssonar.